
Áætlun
Aldur: 6. bekkur
Tími: Um 45 mínútur
Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd til afurðar
Markmið
Hér eiga nemendur að geta byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu, ímyndun, rannsóknum og reynslu. Einnig reynir á hugtök og heiti sem tengjast aðferðum við verkefnið.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Ydd af trélitum
eða blýöntum
Blýantur
Trélitir
Sími, spjaldtölva
eða myndavél
til myndatöku
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í byrjun væri gott að nýta krafta nemendanna til að ydda alla blýanta og tréliti sem þörf er á inn í kennslustofunni því þá eru þeir tilbúnir og til taks í næstu verkefnum. Í stað þess að henda yddinu sem verður til við þá iðju eiga nemendur að taka sér smávegis magn hver, raða þeim einhvern veginn á blað með myndverk í huga og reyna að teikna eitthvað ákveðið í kringum yddið. Gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Taka má ljósmynd af afrakstrinum áður en yddið er fjarlægt.