top of page

                              

                           Fiskivefur

 

 

​Áætlun

Aldur: 2. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Myndræn frásögn

Markmið

Nemendur eiga að geta fengist við myndræna frásögn byggða á ímyndun með margvíslegu efni, verkfærum og aðferðum. Hér er reynt að mæta því með einföldu verkefni.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A3 

Ræmur í mörgum litum,
um 1 sm x 20 sm 

Skapalón að fiski
nema notuð verði
frjáls aðferð

Svartur pappír
(fyrir augu)

Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Fyrst þarf að útbúa langar ræmur í mismunandi litum. Ræmurnar eru um sentimetri að breidd og 20 sm á lengd. Einnig þarf að útbúa stóran fisk með sporði úr hvítu kartoni, um A3 að stærð. Hægt er að láta nemendur strika út fisk eftir skapalóni eða með frjálsri aðferð.

Fiskurinn er brotinn saman í tvennt líkt og myndin sýnir og svo er klippt frá miðjubrotinu um 3 og 1/2 sm eins og sýnt er á mynd hér að neðan.

Næst eru blaðaræmurnar ofnar inn í fiskinn eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan. Lím er svo notað til að festa blaðaræmurnar við fiskinn út til endanna.

Svo þarf að útbúa auga, en það er hægt að gera með svörtum pappír sem klipptur er til.  Næst er hægt að klippa blaðaræmurnar til svo þær myndi ugga. Að endingu er hægt að nota afganga, þá búta sem eftir verða af ræmunum, til að skreyta fiskinn frekar.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page