
Áætlun
Aldur: 5. bekkur
Tími: Um 45 mínútur (sniðugt aukaverkefni)
Viðfangsefni: Mismunandi efnisval
Markmið
Þetta verkefni er einn þáttur í því að kynnast og geta notað mismunandi efni, verkfæri og miðil á skipulagðan hátt við eigin sköpun. Einnig eiga nemendur að geta beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum við þá vinnu.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvitt blað,
stærð að eigin vali
Svartur teiknipenni,
um 0,4-0,8 mm
Einnig mætti nota
tússpenna
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Reynslan hefur sýnt mér að nemendur elska verkefni af þessu tagi. Verkefnið er einfalt en samt svo sniðugt og verkið sem út úr því kemur flott að þeirra mati. Þessa optísku sjónhverfingalist (e. op art) er gott að eiga upp í erminni sem aukaverkefni. Best er að beita sýnikennslu á töflu við innlögnina. Nemendur fá hvítt blað i hendur og svartan penna, 0,4 til 0,8 mm að breidd, og eiga að teikna hjarta fyrir miðju blaði. Því næst taka þeir sér reglustiku í hönd og strika um það bil 10 línur þvert yfir blaðið með reglulegu millibili en láta hjartað vera óstrikað. Því næst teikna nemendur bogadregnar línur frá beinu línunum öðru megin við hjartað að gagnstæðum línum hinum megin við hjartað eins og sja má á mynd hér að ofan. Þvi næst strika nemendur með reglustikunni lóðréttar línur með jöfnu millibili yfir blaðið en láta þó vera að strika yfir hjartað, þar þarf aftur að draga bogadregnar línur, að þessu sinni lóðrétt yfir hjartað. Að þessu loknu er fyllt í annan hvern reit á blaðinu með svörtum penna, byrjað á hjartanu sjálfu og að því búnu farið yfir blaðið í heild. Gott er að styðjast við myndina hér að ofan við gerð verkefnisins.