top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd að afurð

Markmið

​​Hér eiga nemendur að geta byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu, ímyndun, rannsóknum og reynslu. Einnig eiga þeir að geta fjallað um og rætt vinnuferli frá hugmynd til afurðar.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Vatnslitapappír, A4

Vatnslitir

Pensill

Glas

Vatn

Föndurhnífur

Álreglustika

 Litríkir blaðarenningar
að vefa í myndina 

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Fyrst eiga nemendur að mála með vatnslitum eina landslagsmynd, til dæmis af fjallgarði og himni þar yfir. Sú mynd er því næst látin þorna. Þegar myndin er þornuð er notuð álstika til að strika með föndurhníf línur með jöfnu millibili í myndina. Loks eru búnir til renningar úr litríkum pappír, allir jafn breiðir og hver renningur ofin í myndina þvert á línurnar sem búið var að skera í myndina.

                              

                                        Landslagsvefur

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page