top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Hagnýting leikni og þekkingar

Markmið

Hér hugmyndin að nemandi hagnýti leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt  viðfangsefni og geti gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast því sem fengist er við.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A4

Átthyrningur
(skapalón eða fyrirmynd)

Blýantur

Akrýlmálning

Pensill

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur fá hvítt A4-blað í hönd og eiga að teikna stóran átthyrning á blaðið, annað hvort eftir fyrirmynd eða eftir skapalóni. Því næst skipta nemendur átthyrningnum niður í 8 jafnstóra parta með því að draga línur horn í horn í gegnum miðju átthyrningsins. Jaðrana má gera bogadregna eins og sést á mynd hér að ofan. Því næst eiga nemendur að teikna einhvern undir regnhlífinni sem þarna hefur myndast, helst þannig að sjái í viðkomandi neðanverðan, búk og fætur, til dæmis regnkápulöf og stígvél. Svo eiga nemendur að mála þann sem ber regnhlífina og hvern hluta hennar fyrir sig í björtum litum.

                              

                                 Regnhlífasveifla

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page