top of page
Áætlun
 

Aldur: 2. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Kynning á formum og litum

Markmið

Í þessu verkefni eiga nemendur fást við sköpun með einfaldri útfærslu á myndefni til að auka færni sína í meðferð á litum, formum og myndbyggingu. Verkefnið á að leiða þá frá kveikju að eigin listsköpun. Einnig eiga nemendur að geta þekkt og gert sér grein fyrir völdum verkum nokkurra listamanna, lýst þeim og greint frá þeim á einfaldan hátt.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað,
30 sm x 30 sm

Blað, A3 

Pennar

Tússlitir

Trélitir

Akrýllitir 

Blýantur

​Límband

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Kennari segir nemendum frá um fimm listamönnum og sýnir þeim mismunandi verk þeirra og stíla með áherslu á litanotkun, áferð og mynstur.

 

Því næst fá nemendur blöð í hendur, 30 sm x 30 sm að stærð. Nemendur strika það blað horn í horn. Strikin skipta blaðinu í fjóra jafna parta.

Nemendur útbúa fjögur mynstur, eitt í hvern og einn part. Fimmta mynstrinu koma þeir fyrir aftan á blaðinu.

 

Því næst er klippt um það bil hálfa leið frá hverju horni upp í blaðið í átt að miðju þar sem mynstrin mætast og eftir blýantsstrikunum sem voru gerð horn í horn. Þá er tveir flipanna, annar hver flipi sem þannig myndast, sveigðir inn að miðju og horn þeirra fest þar með með kúluklemmu (bóla með tveimur flötum örmum sem sveigja má út).

Svo er komð að stönglinum. Til að útbúa hann má notast við blað, A3 að stærð. Því er rúllað vandlega upp það vafið rækilega með límbandi og fest við klemmuna. Nemendur mála stöngulinn að vild.

                              

                                    Þjóðhátíðargola

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page