
Áætlun
Aldur: 8.-10. bekkur
Tími: Um 2 x 60 mínútur
Viðfangsefni:
Hæfniviðmið
Nemendur eiga að geta skrásett og sett fram á fjölbreyttan hátt hugmyndir byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta. Einnig eiga nemendur að geta notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Innrömmunarkarton
Hnífur
Skissublöð
Veggfóðurslím
Ýmis tímarit og annað efni
(til að fóðra klukkuskífuna)
Klukkuverk
með vísum
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá að nota ímyndarafl sitt og hugsun til að búa til klukku að eigin vali. Klukkuskífuna má búa til úr innrömmunarkartoni. Nemendur mæla út miðju klukkunnar og bora þar gat.
Nemendur geta veggfóðrað kartonið með myndum og unnið þar með ýmsar hugmyndir allt eftir áhuga. Til dæmis mætti vinna með fótboltamyndir, tískumyndir úr tímaritum, ofurhetjumyndir, listamenn og allt hvað eina.
Nemendur fá að lokum klukkuvirki með vísum sem þau festa í gat spjaldsins og þá er klukkan tilbúin!