top of page
​Áætlun

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd að afurð

Markmið

Nemendur eiga að geta unnið að hugmynd frá skissu að lokaverki, jafnt fyrir tvívíð verk og þrívíð verk eins og það sem hér er lýst. Einnig eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og verk annarra í samtali við aðra nemendur.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hólkar úr klósettrúllum
helst tveir eða þrír á mann

Þykkt pappaspjald, ef vill

Akrýllitir, ef vill

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

​Hér er um að ræða einfalt og skemmtilegt verkefni en hafa þarf í huga að það getur verið pínu erfitt að móta andlit úr klósettrúlluhólki. Gott er því að vera með tvo til þrjá hólka á mann og hafa þannig eitthvað upp á að hlaupa. Nemendur fá klósettrúlluhólk í hendur og þurfa að beygla hann til og móta andlit. Andlitið má svo, ef kennari og nemendur svo kjósa, líma á þykkan pappa. Einnig er hægt að mála andlitið eftir að það hefur verið mótað.

                              

                                   Klósettrúllutröll

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page