
Áætlun
Aldur: 3. bekkur
Tími: Um 45 mínútur
Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd að myndverki
Markmið
Þetta verkefni á að hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Blaðra
Dagblaðaræmur
Veggfóðurslím
Filtefni eða pappi
fyrir fætur og kamb
Skapalón
fyrir fætur og kamb
en líka vængi, slaufu
og gogg ef vill
Kartonpappír
í nokkrum litum
fyrir vængi, slaufu
og gogg
Stíft band í góðri þykkt
Málning
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Fyrst fær hver nemandi eina blöðru og blæs hana upp í um 70 % af stærð blöðrunnar fullblásinnar.
Því næst fá nemendur góðan slatta af dagblaðaræmum sem og bleyta upp í þeim með veggfóðurslími sem kennari er búinn að blanda saman. Nemendur líma blaðaræmurnar sitt á hvað á blöðruna og þekja hana alla. Að því loknu er blaðran látin þorna á góðum stað.
Þegar pappamassinn á blöðrunni er alveg þornaður er blaðran sprengd.
Svo er þornaði blaðamassinn málaður eins og hver og einn vill. Þó er skemmtilegt að bæta við einhverju mynstri, eins og til dæmis doppum eða rákum svo eitthvað sé nefnt.
Þessu næst fá nemendur skapalón og klippa út eftir þeim kamb og fætur á hænsnin úr filtefni eða pappa. Ef kamburinn er hafður tvöfaldur og ná saman að neðanverðu má hafa hann breiðan neðanvert til að hann festist vel við pappamassann og standi betur. Einnig kemur til greina að skera fyrir honum í massann. Svo gera nemendur vængi, slaufu og gogg úr kartonpappír i mismunandi litum. Augu má útbúa með sama hætti eða mála á pappamassann.
Ef skorið er gat á búkinn neðanverðan, til dæmis með brauðhníf eða sög, situr hann betur og þá má hnýta enda á fótaböndin og fela inni í búknum. Bandinu er þá smeygt í göt fyrir fæturna og hinn endinn hnýttur við lappirnar. Að lokum eru allir aukahlutir festir á hænuna með lími.