top of page

                              

                                           Lampalist

 

 

Áætlun
 

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Grunnþættir myndlistar

Markmið

Nemendur eiga að geta nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun og unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tvívíð og þrívíð verk ásamt því að beita hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum við þá sköpun hverju sinni. Einnig eiga nemendur að geta greint að einhverju marki áherslur og aðferðir við gerð listaverka og þannig skapað myndverk, eins og hér er lýst, í ýmsum tilgangi og með margvíslegum aðferðum.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Trékubbur 10x10 cm

Pappírshólkur utan af eldhúsrúllubréfi

Skapalón af lampaskermi

Vandaður hvítur pappír,

fremur þykkur, A3

Blýantur

Trélím

Pensill fyrir lím

Skissublöð

Litir eða málning
til að skreyta lampaskerm

Pensill fyrir liti

Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur fá í hendur blað og blýant, trékubb eða platta um 10 sm x 10 sm að stærð, pappírshólk undan eldhúspappír og loks skapalón að lampaskermi. Nemendur líma hólkinn lóðréttan ofan á plattann með sterku og endingargóðu lími, gjarnan góðu trélími sem verður glært þegar það þornar. Því næst taka nemendur skapalónið að lampaskerminum og strika eftir því á hvítan og fremur þykkan pappa af stærðinni A3 . Því næst skissa nemendur upp munstur eða annað sem þeir velja að skreyta skerminn með.

 

Gott er fyrir nemendur að skissa upp nokkrar hugmyndir þar til að lokasniðurstaða fæst en þá er að hefjast handa við vinningstillöguna og skreyta formið sem ætlað er í skerm. Skermurinn er svo klipptur út og brotið upp á hann og hann límdur saman. Því næst má svo mála trékubbinn eða lampafótinn ásamt pappírsrúlluhólknum. Þegar málningin hefur þornað er óhætt að festa skerminn á lampann ofanverðan.

Hér má sjá hvernig útbúa má skapalón að lampaskermi á einfaldan hátt.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page