top of page
Áætlun
 

Aldur: 3. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Myndverk

Markmið

Með þessu verkefni er áhersla lögð á að nemandinn geti skapað myndverk með mismunandi aðferðum og í ýmsum tilgangi. Einnig að nemandinn þekki og geti notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum sem hér er beitt.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Pappadiskur

Kartonpappír

Akrýllitir

Íspinnaspýta

Palletta

Skissublöð

Blýantur

Strokleður

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

                              

                                   

                                   Fröken Gríma

 

 

Nemendur fá pappadisk í hendur, rissa á hann augu og klippa út göt fyrir þau. Því næst fá þeir skissublöð og skissa upp nokkrar hugmyndir að andlitum eða grímum. Í kjölfarið búa þeir til andlit að eigin vali á pappadiskinn og geta notað mismunandi hluti til þess, til dæmis akrýlliti og kartonpappír sem hægt er að líma á diskinn sem aukahluti á grímuna. Síðasta skrefið er svo að festa íspinnaspýtu á enda disksins sem handfang fyrir grímuna.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page