top of page
Kennsluáætlun
 

Aldur: 8.-10. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Hugtök myndlistar

Hæfniviðmið

Nemendur eiga að geta skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta. Einnig eiga nemendur að geta notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim byggð á eigin gildismati.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Skissublöð

Skriffæri

Hrein og fín hörpuskel
sem búið er að bora á
lítið gat

Föndurlitir

Pensill

Leðuról, keðja eða skartíhlutir

​Ímyndunarafl!

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Í þessu verkefni fá nemendur nasaþef af hönnun og sköpunargleðin fær að njóta sín við málningu á skel. Nemendur fá stóra hörpuskel sem kennari er búinn að bora á litið gat eins og sést á myndinni. Nemendur ráða alfarið myndverkinu sem þeir teikna og mála á skelina.

Gott er að handafjatla skelina í smá stund til að fá hugmyndir en þegar grannt er skoðar er engar tvær skeljar alveg eins. Því næst skissa nemendur upp nokkrar hugmyndir á blað og loks teikna þeir myndverk sitt á skelina. Að lokum má notast við tússpenna sem ætlaðir eru fyrir steina eða aðra föndurliti til að að glæða myndverkið lit.

Loks má setja langa leðuról eða keðju í skelina og jafnvel ýmsa skartíhluti seinna meir.

                              

                                    Skeljamen

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page