top of page

Áætlun
Aldur: 3. bekkur
Tími: Um 45 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Markmið
Þetta verkefni á hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Pappaglas, stórt
Tímaritabunki
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá eitt pappaglas hver fyrir sig en deila með sér bunkum af tímaritum. Úr þessu tvennu eiga nemendur að breyta glasi í mann. Þetta gera þeir með því að safna saman tveimur augum, nefi, munni og öðru efni sem klippa má úr blöðunum í þessu skyni.
Í tímaritin má sækja hár, fatnað, skartgripi, ýmsa aukahluti og annað í þeim dúr og leyfa hugmyndafluginu að ráða för í þeim efnum.
Nemendur líma þetta svo allt á glasið og þá er það tilbúið.
Glaseygður púki
bottom of page