
Áætlun
Aldur: 6. bekkur
Tími: Um 2 x 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Markmið
Hér eiga nemendur að geta byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu, ímyndun, rannsóknum og reynslu. Einnig reynir á hugtök og heiti sem tengjast aðferðum við verkefnið, færni í meðferð lita, formfræði og myndbyggingu.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt meðalþykkt blað, A4
Gulur, rauður, grænir
og bláir akrýllitir
Svart karton
Skæri
Blýantur
Föndurhnífur
Lím
Pensill
Litapalletta
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Fyrst fá nemendur hvítt og frekar þykkt blað og mála á það með akrýllitum. Frá miðju blaðsins og upp úr er málað frá gulum lit og upp í þann rauða með litatónum á milli. Frá miðju og niður úr er málað frá ljósgrænum niður í bláan með litatónum þar á milli.
Skuggaborg


Næst fá nemendur svart karton og sníða út úr því borgarlandslag, klippa það út og skera út fyrir gluggum. Næst er klippta borgarlandslagið límt á litaða blaðið um það bil fyrir miðju og útkoman verður falleg sólsetursmynd.

