
Áætlun
Aldur: 7. bekkur
Tími: Um 2 x 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Hæfniviðmið
Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur og geta tjáð sínar skoðanir og tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Skissublöð
Blað, A3
Blýantur
Málning
Karton, svart
Skæri
Lím
Reglustika
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í þessu verkefni ræður ímyndunaraflið ríkjum, nemendur eiga að teikna mynd og mála eftir eigin höfði.
Viðfangsefnið getur verið blómavasi með fullt af blómum, stór og flottur kappakstursbíll, landslag, hljóðfæri eða hvað sem nemanda langar að teikna, það eina sem farið er fram á er að nemandinn máli alla fleti myndarinnar, það er bakgrunn, forgrunn og allt þar á milli.
Þegar myndin er fullmáluð og málningin er þornuð er myndinni skipt niður í jafna ferninga með reglustiku og hún klippt þannig i sundur. Svo er hún sett saman aftur og límd á svartan bakgrunn og haft smá bil á milli klipptu partana. Í dæmum á ljósmyndunum tveimur hér að ofan hefur verið gengið lengra, einhverjir hlutar myndanna hafa verið fjarlægðir og ferningum sem eftir urðu verið skeytt saman.