top of page
Áætlun
 

Aldur: 8.-10. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Ímyndunarafl

Hæfniviðmið

Nemendur eiga að geta skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta. Einnig eiga nemendur að geta notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim byggð á eigin gildismati.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt teikniblað, A4

Sirkill (hringfari)

Blýantur
og jafnvel
skriftarpenni

Skæri

Hvítt karton

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Í þessu verkefni er verið að þjálfa nemendur í fjarvíddarteikningu, í þessu tilfelli í gegnum einn punkt. Kennarinn fer sjálfur yfir þessa skilgreiningu og þætti í kennslu sinni áður en hafist er handa.

Nemendur byrja á því að nota sirkil (hringfara) til þess að búa til stóran hring á blaði, því næst er settur punktur þar sem oddur sirkilsins hvíldi, alveg í miðjuna á hringnum. Svo teikna nemendur hús sem hvíla öll innan á jaðri hringsins, mynda hring og vísa veggjum og þaki að miðpunkti hans. Nemendur miða í teiknivinnu sinni alltaf við punktinn í míðjunni. Hringurinn er svo klipptur út þegar myndin er tilbúin og límd á svart blað sem gefur teikningunni meiri dýpt.

                              

                                    Borgarmynd

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page