top of page
Áætlun
 

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd til afurðar

Markmið

Oft er kjörið að tengja viðfangsefni í námi og kennslu nánasta umhverfi eða áhuga nemenda. Í þessu verkefni er áhersla lögð á að nemendur geti útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki og greint að einhverju marki á milli aðferða við sköpun af þessu tagi.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Skókassi 

Grillpinnar,
4 pinnar á mann
og skókassa

Grænt blað
sniðið í botn kassans

Hvítur penni

Föndurhnífur

Álreglustrika

Viðarklemmur,
10 klemmur á mannn
og skókassa

Akrýlmálning

Pensill

Borðtenniskúla

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Fyrst fá nemendur skókassa í hendur, skera út göt fyrir mörkum og skreyta kassann að vild. Hægt er að nota litrík einangrunarlímbönd til skrauts og styrkingar. Því næst fá nemendur grænt blað sem sníða þarf til svo það passi í kassann. Á blaðið má svo draga línur fótboltavallar með hvítum og hæfilega breiðum penna. Hægt er strika eftir bolla fyrir hringteignum á miðjunni. Svo er blaðið límt vandlega niður á botn kassans.

                              

                                         Fótboltafjör

 

 

Þessu næst ná nemendur í tíu klemmur hver og skipta þeim í tvö lið með því að velja tvo liti og mála fimm klemmur í hvorum lit, til dæmis eins og sýnt er næstu mynd hér að neðan. Mögulega má líka nýta fleiri liti líkt og á annarri mynd sem hér sést, þar er hvítur litur látinn fylgja einkennislitnum og minnir á hvítar fótboltabuxur. Þá fær hvort lið tvo grillpinna og má mála enda þeirra í einkennislit þess liðs sem um ræðir.

Verkefnið er lagt upp sem einstaklingsverkefni
en með því að láta nemendur
vinna tvo saman að einu spili
má þjálfa samvinnu
og auka félagsfærni.

Ábending

Næst er mælt fyrir götum á hliðar kassans þar sem grillpinnarnir eiga að koma í gegn. Stilla þarf götin þannig af að klemmurnar sem svo verða festar á pinnana nái nær alveg niður á botn kassans en þó ekki alveg alla leið. Þess þarf líka að gæta að dreifa pinnunum jafnt á lengd vallarins, hafa stöðu þeirra þá sömu á báðum vallarhelmingum. 

Þegar málningin á klemmunum er þornuð er þeim stillt upp með reglulegu millibili á grillpinnana fjóra, hvoru liði öðru megin miðju. Þrjár klemmur fara á pinnann næst miðjunni og tvær klemmur eru til varnar næst markinu hvoru megin vallar. Klemmurnar eru festar vandlega við pinnana með lími, gjarnan úr límbyssu.

 

Kassinn er nú tilbuinn og hægt að spreyta sig á skemmtilegum fótboltaleik. Boltinn þarf að vera léttur og gæti verið borðtenniskúla sem kastað er inn á miðjan völl þegar á hefja á leik eða byrja frá miðju. Gott er að klæða enda grillpinnanna með einhverju móti svo ekki sé hægt að kippa pinnunum of langt til sín og þeir tolli betur á sínum stað.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page