top of page

                              

                                    Teiknað til hálfs

 

 

Áætlun
 

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd að afurð

Markmið

Markmið með þessu verkefni er að geta unnið hugmynd að tvívíðu verki frá skissu að lokaverki og nýtt sér grunnþætti myndlistar við eigin sköpun.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Myndavél

Prentari

Ljósritunarvél

 

Tilbúið blað
með hálfu andliti nemenda fyrir kennslustund

Teikniblýantar
af ýmsum gerðum

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Kennari undirbýr verkefnið með því að taka myndir af nemendum sínum, prenta þær út, skera myndina lóðrétt eftir miðju og líma annan helminginn á annað blað til að afhenda nemendum þegar þeir koma í kennslustundina. Einnig mætti fara þá leið að skera annan helminginn af myndinni í tölvu áður en hún er prentuð út. Verkefni nemenda er svo að teikna þann helming sem vantar eins nákvæmlega og þeir geta.

​Ábending

Verkefni eins og þetta má líka útfæra með persónum úr teiknimyndasögum, Disney-myndum og öðru slíku efni.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page