top of page

                              

                                    Sparigrís

 

 

Áætlun
 

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Nytjalist

Markmið

Nemendur eiga að geta beitt grunnþáttum myndlistar við eigin sköpun og unnið hugmynd frá skissu að bæði tvívíðum og þrívíðum lokaverkum. Einnig eiga þeir að geta beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum við þá sköpun.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Plastflaska, 375 ml

(má vera 500 ml
og þá skert í miðju)

Pappír í lit
utan um búk og eyru

Akrýlmálning

Pensill

Ílát undir málningu

Stórar perlur
fyrir lappir

Pípuhreinsari í lit

​Dúkahnífur

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Ég hef gaman af því þegar hægt er að láta nemendur vinna að hlutum sem koma þeim að notum. Að það þurfi ekki alltaf að kaupa alla hluti heldur megi útbúa ýmislegt gagnlegt með sköpunarkraftinn að vopni, til dæmis þennan fína sparigrís!

Í útlöndum er oft hægt að fá plastflöskur sem eru minni en hér á Íslandi og í  þetta verkefni er notuð plastflaska sem tekur 375 ml. Á Íslandi erum við aðallega með flöskur sem taka 500 ml og þær má nýta með því að skerða þær um miðbikið.

Kennari undirbýr tímann með því að skera 500 ml plastflöskur í tvennt og taka eilítið af miðjuhlutanum. Það sem eftir verður fá nemendur í hendur. 

Nemendur taka pípuhreinsara og mynda úr honum gorm sem verður að rófu á svíninu sem hér á að búa til. Nemendur pota pípuhreinsaranum í gegnum lítið gat sem þeir stinga í botn flöskunnar og hnýta upp á endann innan við botninn svo að hreinsarinn sleppi ekki út um gatið.

 

Skera þarf rauf í neðri helming flöskunnar fyrir peninga sem fara eiga í sparigrísinn. Nemendur setja svo plasthlutana saman og tengja á ný með góðu límbandi. Því næst vefja þeir hæfilega stóru blaði í lit utan um bol flöskunnar og líma það fast við hann.

HÉR VANTAR EITTHVAÐ UM EYRUN OG HLUTVERK ÞESSARAR TEYGJU ... Því næst strengja nemendur teygju yfir pappírinn og búa til gat fyrir peningana og eyru. 

Svo útbúa nemendur fætur úr stórum perlum (HVERNIG PERLUM?) og líma undir grísinn. Mála má perlurnar og tappann sem myndar trýnið á svíninu með akrýlmálningu í sama lit og bolinn á svíninu. Nasaholur má mála á tappann í dökkum lit.

Þegar allt er komið heim og saman og málningin og límið þornað er sparigrisinn tilbúinn til notkunar.

Heimildir: Pinterest

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page