top of page
Áætlun
 

Aldur: 7. bekkur

Tími: Um 60-120 mínútur

Viðfangsefni: Myndmál í umhverfinu

Kassasniðmát:  http://home.canaldigitaal.nl/899384/kubus_blanco.pdf

Hæfniviðmið

 Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og rætt margvíslegan tilgang myndlistar og hönnunar.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Kassasniðmát,
útprentað

Svartur penni,
0,2-0,8 mm

 

Kynning á op-list

Tillögur að mynstrum

​Tússpennar, ef vill,
í mörgum litum

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Kennslustundin hefst á því að nemendur eru kynntir fyrir optískri list, svonefndri op-list, hver hún er og hvað í því hugtaki felst.

Næst eru nemendum sýndar nokkrar tillögur af op-listarmynstrum sem hægt er að tileinka sér og þeim gerð grein fyrir því að til þess þarf þjálfun. Því næst fá nemendur sniðmát af kassa í hendurnar og þurfa að klippa hann út og búa hann til og taka svo í sundur aftur og mega skreyta hann með ýmiss konar mynstrum. Kubbinn má lita ef áhugi er á því.

Ef vel tekst til sýnir verkefnið nemendum hvernig hægt er að breyta tvívíðri teikningu í þrívíða.

                              

                                       Op-listarkassinn

 

 

Tillögur
að mynstrum

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page