top of page
​Áætlun

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Tækni myndmenntarinnar

Markmið

Í þessu verkefni eiga nemendur að geta beitt helstu tækni sem námsgreinin býr yfir og sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði. Einnig að tengja hugmyndavinnu sína og listsköpun, ímyndunarafli og reynslu.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Plastflaska, 1/2 lítri

Veggfóðurslím

Gömul dagblöð

Akrýlmálning

Pensill

Myndir
til að kveikja hugmyndir

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Hérna er notast við plastflösku sem tekur hálfan lítra en einnig mætti notast við minni plastflöskur, 300 ml, ef út í það væri farið. Nemendur eiga að búa til brandarakarl að eigin vali og byggja á eigin hugmyndum, ímyndun og sköpun við það verk. Gott væri að vera með góða kveikju í upphafi og sýna myndir sem hjálpa nemendum að átta sig á því til hvers er ætlast af þeim.

 

Fyrst eru gömul dagblöð rifin niður í renninga og þeir bleyttir upp í veggfóðurslími sem kennari blandar fyrir tímann. Fyrst þekja nemendur flöskurnar einu sinni yfir með blautu pappírrenningunum. Því næst móta þeir blautu dagblöðin svolítið eins og leir í höndum sinum og útbúa ýktar varir, augu og nef eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Passa þarf sérstaklega á að pappírinn nái góðri festu við flöskuna en það er gert með því að nudda blöðunum vel saman. Þegar mótun andlitssins er lokið er flaskan látin þorna í dágóðan tíma en það getur tekið hana nokkra daga að þorna almennilega. Því næst er andlitð eða flaskan máluð í glaðlegum og björtum litum.

                              

                                    Brandarakarlar

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page