
Áætlun
Aldur: 3. bekkur
Tími: Um 45 mínútur
Viðvangsefni: Myndverk
Markmið
Þetta verkefni á að hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hrein glerkrukka
Gagnsær pappír (tissue), hér er notast við ljósgrænan, dökkgrænan
og marglitan pappír.
Mod Podge
Pensill
Myndagatari, ef vill
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Það er svo margt hægt að nota í skemmtileg verkefni sem safnast fyrir á heimilum. Eins og til dæmis krukkur úr gleri.
Í þetta verkefni þarf einmitt eina glerkrukku á mann. Nemendur fá krukku, skreyta hana með gagnsæjum pappír (tissue paper) og útbúa þannig sumarlega krukku undir lítið sprittkerti.
Þessi hugmynd er útfærð þannig að byrjað er á að setja utan um krukkuna ljósgrænan pappír. Hann myndar bakgrunninn og er látinn þekja krukkuna alla að utan. Hann er festur á krukkuna á með sérstöku efni sem á ensku kallast mod podge.
Sumarsæla

Svo er útbúið grænt gras úr pappír sem er aðeins dekkri á litinn en bakgrunnurinn. Þetta má sjá hér á myndunum.

Næst má útbúa ýmis blóm eða fiðrildi úr marglitum pappír. Oft er sniðugt að eiga myndagatara sem auðveldar manni verkin. Hægt er að fá gatara með margs konar mynstrum.

Heimildir: