top of page
Áætlun
 

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 40 mínútur, má einnig nýta sem aukaverkefni

Viðfangsefni: Vinnuferli frá hugmynd til afurðar

Markmið

Markmið með þessu verkefni er að nemendur geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar og hagnýtt þá leikni sem þeir hafa öðlast í einföldum verkefnum.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Skissublöð

 

Krukka með loki
undan barnamat eða af svipaðri stærð

Gul akrýlmálning

Pensill

Svartur penni
með bleki sem næst ekki af
(e. permanent marker)

Úrval sýnishorna,
spjaldtölva eða sími
fyrir nemendur
að leita hugmynd

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af endurnýtingu og þá sérstaklega þegar efni er endurnýtt í listsköpun með börnum. Þetta verkefni er af þeim toga en oft falla til á heimilum ógrynni af glerkrukkum af öllum stærðum og gerðum. Í þetta verkefni er gott að nýta litlar krukkur undan barnamat. 

                              

                                           Legóæði

 

 

Þegar krukkan er orðin hrein og fín er gulri akrýlmálningu hellt í hana þar til komin er botnfylli, alls ekki meira. Því næst er lokið sett aftur á og hún hrist til þannig að málningin þekji vel krukkuna alla innanverða.

Næst er svo lokið tekið af aftur og málningin látin þorna. Lok krukkunnar er málað gult. Svo má nota svartan penna með bleki sem ekki næst af (e. permanent marker) til að setja svip á krukkurnar í legókarlastíl. Gott er að vera með tillögur að fjölbreyttum útfærslum á legókörlum til hliðsjónar fyrir nemendur í leit að hugmyndum. Þessar krukkur er svo hægt að nota undir ýmislegt smádót eins og til dæmis sérstaka legókubba, penna, nælur og fleira. Möguleikarnir eru margir.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page