top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 2 x 40 mínútur

Viðfangsefni: Mismunandi efnisgerð

Markmið

Í þessu verkefni eiga nemendur að geta greint og borið saman og metið aðferðir við gerð margs konar listaverka. Einnig eiga þeir að geta tjáð skoðanir og tilfinningar tengdar eigin sköpun og reynslu.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Föndurleir
sem harðnar í ofni

Föndurmálning
í alls konar litum

Hjartalaga
lítil form

Pappi
til að útbúa umbúðir

Trépinni
til að stinga gat á hjartað
fyrir ólina

Pensill

Leðuról

eða keðja

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Þetta verkefni er tilvalið fyrir nemendur að útfæra að og gefa foreldrum sínum í mæðra- eða feðragjöf. Notast er við leir sem þarf að fara í ofn. Byrjað er á því að taka dágóða klípu af leirnum og mynda úr henni með tveimur fingrum nokkurs konar hjarta eða vafflaga form.

                              

                                    Fingraást

 

 

Því næst er sett lítið hjartaform utan yfir fingraförin og þrýst niður og afgangur leirsins skorinn frá. Að því loknu er litlum pinna stungið í gegnum hjartað ofarlega fyrir miðju og leirinn settur inn í ofn og brenndur. Næst er hjartað málað og þá er ekki verra að notast við skemmtilega föndurliti eins og eru hér á myndinni að neðan. Þegar málningin er þornuð er svo hægt að setja annað hvort keðju eða leðuról í gegnum gatið og út kemur skemmtileg og falleg feðra- eða mæðra gjöf.

Ekki er svo verra að föndra einhverja sæta öskju eða gjafapakkningu til að geyma eða bera gripinn eins og sjá má hér að neðan.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page