top of page
Áætlun
 

Aldur: 2. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Meðferð lita og létt formfræði

Markmið

Nemendur kynnast meðferð lita, formfræði og myndbyggingu.  Einnig kynnast þeir nokkrum völdum verkum listamanna og greina frá þeim á einfaldan hátt.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt A3-blað
með gati fyrir miðju, hæfilegu að stærð
fyrir andlit barns

Blýantur

Klessulitir

Rammaefni má sækja á netið eða útbúa með þvi
að skera til renninga
2 sm á breidd x lengd eða breidd blaðsins

​Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Í þessu verkefni fá nemendur hvítt karton, A3 að stærð. Kennari er búinn að klippa út gat í mitt blaðið fyrir andlit nemanda.

Því næst máta nemendur blaðið við andlit sér og ekki er verra ef nemendur geta litið á sig sjálfa í stórum spegli á meðan á verkefninu stendur.

Næst eiga nemendur að teikna og lita brjóstmynd af persónu úr ævintýri utan um andlitsgatið. Gott er að kveikja áhuga nemenda með litlu ævintýri áður en vinnan hefst eða með því að spyrja úr hvaða ævintýri þetta og hitt gæti verið. Nemendur lita myndina með sterkum klessulitum, bæði bakgrunn og ævintýrapersónu.

Að þessu loknu líma nemendur rammaefni á blaðið meðfram brúnum blaðsins. Mynstur á renningana er hægt að finna á netinu eða útbúa sjálfur á einfaldan hátt, kennari eða nemandi eftir leiðsögn hans.

                              

                           Spegill, spegill ...

 

 

Heimildir:

Portrait mit gemalten Haaren Gesicht durchs Loch gesteckt

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page