top of page
Áætlun
 

Aldur: 3. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Myndverk

Markmið

Þetta verkefni á að hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Rammaefni

úr smíðastofu

Strigaefni

Heftibyssa

Einangrunarlímband

Málning

Pensill

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Oft er skemmtilegt að búa til verk sem eru gerðarleg og eiguleg. Þetta verkefni býður upp á það.

Oft er hægt að finna afgangsefni í smíðastofunni sem tilvalið væri að smíða úr litla ramma. Í því felst þó nokkur vinna. Þá getur verið sniðugt að vera líka með strigaefni sem maður strengir yfir rammann, sem þar með er orðinn blindrammi og festir með heftibyssu við rammann aftanverðan. Það á vera auðvelt og tekur ekki langan tíma.

Hér er gert ráð fyrir að kennari sé búinn að smíða ramma fyrir nemendur áður en þeir mæta í kennslustund. Nemendur fá rammann í hendur og móta mynstur yfir rammann þvers og kruss með einangrunarlímbandi því auðvelt er að taka það aftur af.

Þegar nemendur eru búnir að útbúa mynstur með bandinu mála þeir í ýmsum litum og mynstrum fletina í reitunum sem bandið myndar. Loks, þegar málingin er þornuð, má taka límbandið af striganum og þá er listaverkið tilbúið til afhendingar.

                              

                                   

                                 Bandaverk

 

 

Markmið

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page