
Áætlun
Aldur: 1. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Mismunandi myndgerðir
Markmið
Þegar nemendur eru í 1. bekk er mikilvægt að þeir kynnist grunnatriðum myndbyggingar af ýmsu tagi og glími við fjölbreytt verkefni. Markmið með þessu verkefni er að nemendur geti að einhverju leyti greint á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka, lýst myndverkum og skoðun sinni á þeim.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Plastglæra
Pappír skorinn niður
i stærðirnar 2,5 sm á breidd
og 26 sm á lengd og
2,5 sm á breidd og
34,7 sm á lengd,
2 borða af hvorri lengd
á hvern nemenda
Lím
Hvítur Glassmarker-penni,
svonefndur krítarpenni
Skissubók eða blöð
Blýantur
Málning ef vill
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í þessu verkefni þarf kennari að vera búinn að ákvarða stærð myndarinnar. Í þessu dæmi er notast við glærur, A4 að stærð.
Kennari er einnig búinn að ákvarða stærð rammans utan með glærunni en hann er í þessu tilfelli 2 og 1/2 sm að breidd. Því eru tveir borðar 25 sm langir (2,5 + 20 + 2,5 sm) og tveir borðar 33,7 sm langir (2,5 + 28,7 + 2,5 sm). Með því móti gengur ramminn um hálfan sentimetra inn á glæruna frá öllum hliðum enda er hún af stærðinni A4, eins og áður kom fram, 21 sm x 29,7 sm.
Kennslustundin hefst á því að kennari fjallar um mismunandi myndgerðir eða helstu leiðir til að búa til myndir og hvað í þeim felst. Svo tekur umræða um veturinn við með spurningum á borð við þessar: Hvað gerist þá og hvernig verður veðrið á þeim árstíma? Þannig fæst umræða í hópinn um þemað, árstíðirnar og það sem einkennir umhverfi okkar og líf á veturna.
Því næst fá nemendur eina plastglæru hver og fjóra borða í hönd. Nemendur byrja á þvi að líma borðana á glæruna og mynda með þeim ramma utan hana. Á meðan límið þornar saman við glæruna fá nemendur skissublöð eða nýta eigin skissubók til að rissa upp nokkrar hugmyndir tengdar vetrinum. Nemendur velja svo eina hugmynd til að yfirfæra á glæruna. Því næst fá nemendur hvíta penna sem kallast Glassmarker eða krítarpennar og með þeim mega þeir teikna hugmynd sína á glæruna. Einnig má notast við málningu til verksins ef kennari eða nemendur kjósa heldur.
Vetrarparadís
Kveikja
Í þessu verkefni er farið svolítið í umræður um mismunandi grunngerðir mynda og það hvað þær fela í sér, til dæmis teikningar, málverk, styttur og ljósmyndir. Hægt er að útfæra myndgerðir á mismunandi hátt, til dæmis með þvi að nota málningarstriga eða eitthvað allt annað sem nemendum dettur í hug að ræða áður en sjálft verkefnið er lagt fyrir. Út frá því má svo ræða um mismunandi árstíðir og hvað er að gerast á hverri árstíð fyrir sig: Laufin laufgast á vorin og á sumrin er allt i blóma, laufin falla á haustin en á veturna snjóar og hvað er gaman að gera þá? Hugmyndin er að búa til eina grunngerð mynda með veturinn sem þema.