Áætlun
Aldur: 1. bekkur
Tími: Um 40-60 mínútur
Viðfangsefni: Myndbygging með fjölbreyttu efnisvali og hugtakið brjóstmynd
Markmið
Í þessu verkefni fá nemendur að kynnast einni aðferð til að skapa sjálfir með einfaldri útfærslu á andliti. Með henni kynnast nemendur meðal annars meðferð á litum, formum og myndbyggingu. Þeir kynnast líka hugtakinu brjóstmynd og því hvað felst í því. Einnig eiga nemendur að geta fjallað um verk sitt og verkferli á einfaldan hátt.
Efni, áhöld, hjálpargögn
A4-karton - hvítt eða brúnt og í þykkara lagi
Eggjabakkar
og þá aðallega turnarnir
úr þeim
Afgangspappir
Blýantur
Málning
Skæri
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í mörgum listgreinastofum þarf ekki að líta langt yfir skammt til að finna ýmsar gersemar sem nota má til myndsköpunar. Í þessu tilviki væri gott að vera búinn að sanka að sér nokkrum vel völdum eggjabökkum fyrir þetta verkefni áður en byrjað er á þvi.
Fyrst þarf að velja sér blað til verksins, A4 að stærð, karton eða gott þykkt blað. Gott er að hafa val um tvenns konar lit á pappírnum því það getur gefið heildarmyndinni flottan blæ þegar myndverkin eru hengd upp til sýnis.
Næst teikna nemendur brjóstmynd á blaðið. Lögð er áhersla á að nýta blaðið sem mest til þess. Með þessu er hægt að leggja inn fyrir nemendur hugtakið brjóstmynd og ræða hvað felst í því hugtaki.
Því næst taka nemendur eggjabakkaturna fyrir augu eins og sést á myndinni hér að ofan, mála þá og útbúa augasteina, nef, hár og munn. Litaval getur verið hvers og eins nemenda á að ákveða. En það gæti líka gefið verkefninu skemmtilegan snúning ef kennari takmarkar litaval við tvo liti eins og sést á myndinni hér að ofan.
Andlitin frá Eggjabakka

Kveikjur
Kveikjan í þessu verkefni er að útbúa brjóstmynd á pappaspjald með eggjabakka einum saman. Hvernig gerir maður það? Sú spurning opnar fyrir umræðu í hópnum og þess vegna hefst kennslustundin á umræðum. Svo fá nemendur spegil í hönd og eiga að tala um það sem þeir sjá þar, til dæmis í umræðu með kennara, paravinnu eða með þvi að teikna á skissublað það sem þeir sjá í speglinum sem endar oftast með þvi að nemendur eru komnir með andlits- eða brjóstmynd fyrir framan sig.