top of page

                              

                                          Snjalltækjaverk

 

 

Áætlun
 

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Grunnþættir myndlistar

Markmið

Nemendur eiga að geta nýtt sér grunnþætti myndlistar við eigin sköpun og unnið hugmynd frá skissu að bæði tvívíðu og þrívíðu lokaverki. Einnig eiga þeir að geta beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum við þá sköpun.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A4

Blýantur

Símtæki, ef vill

Reglustrika

Trélitir

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Snjalltækjanotkun hefur aukist til muna og nemendur allt niður á yngsta stig eru farnir að nota svoleiðis tæki. Í þessu verkefni eiga þeir að teikna sjálfu af sér sjálfum á blað eins og um væri að ræða sjálfu tekna á snjalltækið. Fyrst þarf þó að útbúa rammann sem síminn myndar um myndina. Til þess má nota reglustiku. Hægt er að teikna merki (lógó) símanna og nemendur geta tekið sjálfu af sér á sína síma að styðjast við í teiknivinnunni. Í lokin lita nemendur myndina með trélitum.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page