top of page
Áætlun
 

Aldur: 1. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Mismunandi myndgerðir

Markmið

Í þessu verkefni eiga nemendur að glíma við sköpun og einfalda útfærslu á myndefni með því að endurnýta ýmsan efnivið eins og þann sem finna má úti í náttúrunni. Með því er þeim gert kleift að auka færni sína í meðferð á litum, formum og myndbyggingu. Einnig fá þeir tækifæri til að tjá sig um myndefnið og lýsa áhrifum þess á nærumhverfið á einfaldan hátt.  

Efni, áhöld, hjálpargögn

Lítil skissublöð eða skissubækur sem nemendur hafa sjálfir útbúið,
gjarnan í sinni fyrstu kennslustund

Blýantur

Trélitir

MDF-plattar
(afgangar úr smíðastofu) sem búið er að bora gat aftan á svo hægt sé að hengja myndverkin upp

Málning fyrir platta
og annan efnivið

Trjágreinar, könglar, prik og annað tilfallandi efni

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Tilvalið er að byrja kennslustundina á því að fara í smá göngutúr um nærumhverfið, ekki síst ef finna má góðan almenningsgarð eða náttúruparadís nálægt skólabyggingunni. Oft er hægt að finna falda fjársjóði á svoleiðis stöðum, fjársóði sem felast í steinum, prikum, gömlum trjágreinum og könglum, svo eitthvað sé nefnt, góðan efnivið í margs konar myndverk og sköpun með nemendum. Ef sú heppni er ekki með kennaranum er einnig hægt að grafa sjálfur upp þessa fjársjóði og þurrka inn í kennslustofunni áður en nemendurnir mæta í kennslustundina. Oft leynast líka faldir fjársjóðir í inni i smíðastofunni, ýmis afgangsefni sem mætti nota í svona myndverk með nemendum, til dæmis efnisbútar úr MDF-plötum eins og notast verður við í þessu dæmi.  Gott er að vera búinn að bora gat aftan í MDF-plattana eða annað ámóta efni áður en nemendur fá plattana í hendur svo auðveldara verði að hengja þá upp að verki loknu.

Fyrst í stað fá nemendur litla miða sem þeir skissa upp á ýmiss konar andlit með kennaranum. Kennarinn getur minnt á við erum með augu, eyru, munn, augabrúnir, hár og þar fram eftir götum. Því næst er farið yfir efnivið sem ætlunin er að nota, efnisvalið útskýrt fyrir nemendum og þeim sýndar með sýnikennslu þær aðferðir sem felast í verkefninu. Hér er gert ráð fyrir MDF-platta, prikum, trjágreinum af ýmsu tagi og öðru tilfallandi úr náttúru eða manngerðu umhverfi.

 

Nemendur velja sér MDF-platta og velja sér hluti til að móta með andlit og hár, til að mynda nokkrar trjágreinar fyrir hár, tvær skeljar fyrir augu, prik fyrir nef og svo framvegis. Þegar nemendur hafa komið þeim hlutum heim og saman og ákveðið hvernig andlitið verður mótað mála þeir plattann og aðra hluti sem ætlunin er að nota. Því næst þarf málningin að fá að þorna svo hægt sé að líma hlutina saman og móta endanlegt andlit. Best er að nota gott og sterkt lím eða límbyssu við verkið.

 Að lokum eru myndverkin hengd upp til sýnis fyrir gesti og gangandi.

                              

                      Sérstakar kynjamyndir

 

 

Kveikja

..................................................................................................................................................................................

..................................................................................................................................................................................

Í þessu verkefni á að vinna andlit á tréplatta og láta efniviðinn verða kveikju að þeirri sköpun. Til að fást við verkefnið þarf ýmsan efnivið sem ekki er hefðbundið eða algengt að nota til myndsköpunar. Gott er að vera búinn að sanka að sér góðu safni af alls konar „óhefðbundum“ hlutum, eins og til dæmis trjágreinum, skrúfum, skífum, tölum, steinum, bómull, ull eða öðru því sem manni dettur í hug. Einnig væri hægt að hafa spegla í kennslustofunni fyrir hvern og einn til að horfa í og segja frá því sem þar er að sjá. Til dæmis má spyrja: Ég sé tvö augu í mínum spegli, eruð þið með tvö augu? Hvernig eru þau á litinn? Og þar fram eftir götum. 

Einnig mætti sýna nemendum af netinu ýmiss konar verk þar sem andlit kemur fyrir og spyrja hvað þau segi okkur. Til dæmis: Hvað segir þessi svipur okkur, er hann glaður eða leiður?

.....................................................................................................................................................................................

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page