
Áætlun
Aldur: 2. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Aðalatriði og aukaatriði
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að fást við sköpun með einfaldri útfærslu á myndefni. Einnig eiga þeir að geta rætt á einfaldan hátt um inntak verks og sögu þar að baki. Ennfremur eiga þeir að geta greint á milli aðalatriða og aukaatriða í myndum
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt blað, A4
Margir renningar
í mörgum litum,
um 1,5 sm x11 sm
Blýantur
Trélitir
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá hvítt blað af stærðinni A4 og teikna á það kodda og haus eftir fyrirmælum og sýnidæmum kennara á töflu. Því næst lita þeir bæði koddann og andlitið með trélitum.
Kennari er með hjá sér blaðarenninga sem hann hefur skorið niður í þær stærðir sem þykja henta allt eftir stærð blaðs og tilfinningu kennara.
Fyrstu renningar sem festir eru á blaðið eru festir í annan endann uppi við háls fólksins sem sefur á koddanum og látnir falla niður að blaðbrún. Þeir gætu verið þetta fimm talsins en það ræðst af breidd þeirra.
Fleiri renningar fylgja í kjölfarið en þeir eru ofnir lárétt í gegnum hina renningana, undir og yfir lóðréttu renningana á víxl eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Loks eru allir endar límdir niður svo renningarnir haldist á sínum stað.