
Áætlun
Aldur: 5. bekkur
Tími: Um 45 mínútur
Viðfangsefni: Mismunandi efnisval
Markmið
Þetta verkefni er einn þáttur í því að kynnast og geta notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt við eigin sköpun. Einnig eiga nemendur að geta beitt helstu hugtökum sem tengjast því sem fengist er við, í þessu tilfelli hugtökunum heitir og kaldir litir.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt blað, A4
Blýantur
Tússlitir
sem þekja vel
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá í hendur hvítt blað af stærðinni A4 og byrja á því að teikna sjóndeildarlínu rétt fyrir ofan miðju. Sú lína á að vera nokkuð hlykkjótt og ekki bein. Því næst teikna nemendur hús lóðrétt á alla línuna. Að því loknu spegla nemendur húsin með því að teikna þau lóðbeint í hina áttina eins og sést á myndinni hér að ofan. Í þessari kennslustund er gott að fara yfir hugtökin heitir og kaldir litir og hvað felst í þeim. Nemendur ljúka við myndina með því að tússlita húsin ofan við sjóndeildarhringinn í heitum litum og spegilmyndina neðan við sjóndeildarhringinn í köldum litum. Nota þarf tússliti sem þekja vel og skila góðum litum.