top of page
Áætlun
 

Aldur: 3. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Myndverk

Markmið

Þetta verkefni á að hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A3

Brúnt karton, A4

Blýantur

Skæri

Málning

Penslar

Litapalletta

Afgangspappír
af öllum stærðum
og gerðum

​Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur fá í hendur blað, A3 að stærð, og eiga skipta því í tvennt og fylgja sýnikennslu kennara við það. Skiptist þá blaðið í forgrunn og bakgrunn.

Nemendur mála þessa tvo hluta blaðsins hvorn í sínum litnum.

Því næst fá nemendur í hendur brúnt karton, um A4 að stærð og brjóta það blað i tvennt og teikna á annan helminginn útlínur af hálfu vasaformi eftir leiðsögn kennara.

 

Næst klippa nemendur eftir línuteikningunni og fá þá út samhverfan vasa.

Nemendur líma vasann mjög framarlega á forgrunninn.

Þvi næst útbúa nemendur ýmis blóm úr blaðaafgangi sem safnast hefur saman gegnum vikurnar eins og oft vill verða í listgreinastofum. Til að mynda er hægt að útbúa blóm með því að brjóta blaðarenninga í tvennt og klippa reglulega upp í renninginn frá annarri hlið og rúlla honum svo upp og líma. Þá er komið blóm eins og sést gult, rautt, blátt eða fjólublátt á myndinni hér að ofan.

                              

                                   

                                  Blómahaf

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page