top of page
Áætlun
 

Aldur: 7. bekkur

Tími: Um 45-60 mínútur

Viðfangsefni: Myndverk

Hæfniviðmið

Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og annarra í virku samtali við aðra nemendur, og tjáð skoðanir eða tilfinningar tengdar eigin sköpun með vísun til eigin reynslu.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Tölvaa

prentari

Skissublöð

A3 blað eða A4 blað

Blýantur

Strokleður

penni 0.2-0.8

Kveikjuefni, myndir og myndbönd af netinu sem kennari setur saman

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur leita uppi eina mynd af dýri að eigin vali á netinu og prenta hana út í hæfilegri stærð. Því næst klippa nemendur dýrið út og koma því fyrir á hvitu A4- eða A3-blaði þar sem þeir helst kjósa.

Næst strika nemendur eftir útlínum dýrsins á hvita blaðið og fara ofan i línur þess með 0,8 eða 0,4 mm skriftarpenna. Því næst nota nemendur skriftarpenna til að fylla út blaðið með alls kyns mynstrum eins og sjá  má á myndinni hér að ofan.

Á netinu er hægt að leita hugmynda að áhugaverðum mynstrum sem kalla á mikla teikningu. Þau má finna með enska leitarorðinu doodle sem er notað um mynsturteikningu af þessu tagi.

                              

                                Mynstur dýranna

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page