
Lampaæði
Áætlun
Aldur: 1. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Kynning á meðferð lita
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að skapa sjálfir með einfaldri myndrænni til að auka færni sína í meðferð á litum, formum og jafnvel myndbyggingu. Einnig eiga þeir að geta tjáð sig á einfaldan hátt um myndrænt efni og kynnst að einhverju leyti mismunandi tilgangi myndlistar og hönnunar.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Blað - A4, í dökkum lit
Karton - A4, hvítt
Skapalón fyrir vasa sem myndar lampakúluna
Blöð í ýmsum litum
fyrir lampaskerm
- A4, ekki þykk
Blöð í sömu litum
og fyrir lampaskerm
- skorin í litla búta,
2 sm x 2 sm
Garnspotti eða reim
Lím
Klessulitir
Blýantur
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Fyrst þarf að útbúa kúlu undir lampaskerminn. Kennari brýtur A4-blað til hálfs og teiknar útlínur fyrir aðra hlið ávalan lampa öðrum megin við brotið. Hann klippir svo eftir útlínunum með blaðið samanbrotið til að búa til samhverfan lampa. Þessu næst býr kennari til nokkur skapalón eftir lampanaum fyrir nemendur til að fara eftir. Magn fer eftir fjölda nemenda og hægt er að láta nemendur vinna saman ef vel þykir fara á því.
Nemendur fá hvítt karton-blað i hendur ásamt skapalóni af lampanum og strika eftir því. Þvi næst búa þeir til mynstur á ávalan lampann og lita að eigin vali með klessulitum og klippa lampann út.
Nemendur fá svo litað blað af stærðinni A4 sem þeir brjóta upp á sitt á hvað til að mynda lampaskerm eins og sést á myndinni hér að ofan.
Því næst er nemendum sýnt hvernig hægt er að klippa upp í uppbrotið á blaðinu sem myndar fláan neðst á lampaskerminn og gefur honum aukinn karater.
Því næst fá nemendur garnspotta eða stutta reim sem er þéttari í sér. Utan um annan spottaendann er vafið lituðum bút af blaði, um 2 sm x 2 sm, og hann límdur við spottann. Öllum þessum hlutum er svo skellt saman með lími á A4-karton í dökkum lit og þá er lampahönnun dagsins lokið.
Heimildir:
Úr smiðju höfundar