
Áætlun
Aldur: 7. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk - jákvætt og neikvætt rými
Hæfniviðmið
Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og annara í virku samtali við aðra nemendur, og tjáð skoðanir eða tilfinningar tengdar eigin sköpun með vísun til eigin reynslu.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt blað, A3
Svart blað, A4
Blýantur
eða hvítur penni
Skæri
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Hér á að búa til nokkurs konar skuggamynd, klippimynd með jákvætt og neikvæmt rými í huga. Tilvalið er að kynna fyrst þau hugtök og hvað þau fela í sér.
Nemendur fá hvítt blað af stærðinni A3 og annað svart af stærðinni A4. Því næst eiga emendur að byggja upp einfalda mynd þar sem klipptar eru út mest þrjár einfaldar teikningar og blaðhlutar sem þannig verða látnir mynda andhverjur eða skugga í samsettri mynd.
Svarta blaðinu má koma fyrir á hvíta blaðinu ofanverðu og það sem klippt er út úr því svarta er svo lagt út andstæðan helming hvíta blaðsins. Í dæminu hér að ofan hefur nemandinn klippt út úr svarta blaðinu snjókarl, tré og tungl og límt þá hluti alla á neðri helming hvíta blaðsins.
Allt er kyrfilega límt niður og um leið og því er lokið er myndin tilbúin.