
Áætlun
Aldur: 8.-10. bekkur
Tími: Um 2 x 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndræn framsetning á sögupersónum og sögu
Hæfniviðmið
Nemendur eiga að geta skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt, byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta. Einnig eiga nemendur að geta notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim byggð á eigin gildismati.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Útprentað sniðmát
til að útbúa kassa,
sjá tengil aftan við
lýsingu á framkvæmd.
Ýmis verkfæri
til vinnu við skreytingar
Litir
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Oft er gott fyrir nemendur að búa til myndir af atburðum til að geyma þá betur í minni og geta séð þá ljóslifandi fyrir sér í eigin huga. Þetta kæmi sér til að mynda vel fyrir próf í sögu eða bókmenntum, í stað þess að búa til glósur eða minnismiða má búa til og myndskreyta myndakassa sem lýsir atburðum, persónum og leikendum.
Ef við tökum Egilssögu sem dæmi gætu nemendur teiknað upp helstu persónur og atburði á hliðar kassans til að greipa þær betur í minninu og rifja upp efni og tímalínu sögunnar. Svo getur nemandinn handleikið kassann hvenær sem er og látið hugann reika þangað fyrir próf.
Hér fylgir sniðmát að kassa sem hægt er að prenta út, klippa út, teikna á, lita og fóðra með myndum.
Sniðmát að kassa: http://home.canaldigitaal.nl/899384/kubus_blanco.pdf
Sögukubbur
Heimildir: