top of page
​Áætlun

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Grunnþættir myndlistar

Markmið

Nemendur eiga að geta nýtt sér grunnþætti myndlistar við eigin sköpun og unnið hugmynd frá skissu að tvívíðu og þrívíðu lokaverki. Þeir eiga einnig að geta beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum við þá sköpun.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A4

 

Hvítt blað, A3

Blýantur

Tússlitir og trélitir

 

Svartur útlínupenni

 

Skæri

 

​Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Fyrst fá nemendur A4-blað í hendur og útbúa línuteikningu þar sem allar línur þurfa að tengjast. Sjá má dæmi hér á næstu mynd.

                              

                                           Þrívíð list

 

 

Næst eiga nemendur að búa til mynstur í línuteikninguna með því að lita fleti hennar með tússlitum.

Loks klippa nemendur út myndina eftir öllum útlínum og brjóta upp blaðið og líma niður á annað stærra blað þannig að myndin myndi þrívítt form. Þetta má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Þegar það er komið mega nemendur skreyta grunninn að vild.

Heimildir: Pinterest

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page