
Frjáls eins og fuglinn
Áætlun
Aldur: 6. bekkur
Tími: Um 2 x 45 mínútur
Viðfangsefni: Grunnþættir myndlistar í eigin sköpun
Markmið
Í þessu verkefni eru hæfniviðmiðin þau að nemendur geti nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun og unnið hugmynd frá skissu að lokaverki í tvívíðu formi. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Myndavél
Prentari
Svört blöð
Lím, ef þarf
Hvítur penni
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur vinna saman og taka myndir hver af öðrum í skemmtilegum fluggírsstellingum. Því næst lýsa þeir myndirnar töluvert í tölvu allt eftir þörfum og prenta þær út. Annað hvort er hægt að klippa þær út og líma á svartan pappír eða prenta þær beint á svart blað.
Nemendur skissa upp nokkrar hugmyndir að fiðrildavængjum með alls konar mynstrum, eins og sjá má á myndum sem hér fylgja. Loks nota nemendur hvítan penna og teikna lokaútgáfu myndarinnar. Tilvalið er að sýna nemendum nokkrar aðferðir við að teikna mynstur af þessu tagi (e. doodle) áður en hafist er handa. Dæmin má sækja á netið. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um útfærslur.

