top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Að leggja mat á eigin verk

Markmið

Í þessu verkefni á nemandinn að geta lagt mat á eigið verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum. Einnig á hann að geta beitt hugtökum og heitum sem tengjast þeim aðferðum sem beitt er í verkefninu.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Myndavél

Prentari

Ljósritunarvél

Hvítur pappír, A3

Svart karton

Blýantur

Skæri

Lím

Tímarit

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Fyrst fá nemendur myndavél til afnota og láta félaga sína taka af sér prófílmynd (nærmynd frá hlið). Því næst prenta þeir myndina út og stækka hana upp í hæfilega stærð (mynd sem passar á A3-blað) í ljósritunarvél. Einnig má prenta út blað af stærðinni A3. Önnur leið er að varpa myndinni eða eigin skugga á autt blað. Svo teikna nemendur upp eigin útlínur og klippa út prófílformið eftir þeim. Því næst leita nemendur í alls konar tímaritum að skemmtilegum setningum, orðum eða myndum, sem snúa að þeirra áhugasviði, klippa út og líma á formið þar til hvergi sér í auðan blett. Þannig verður til skemmtileg prófílmynd sem nemendur líma á svart karton.

                              

                                   Vangaveltur

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page