
Áætlun
Aldur: 2. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Blöndun lita og hugtakið áferð
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að fást við sköpun með einfaldri útfærslu þar sem reynir á færni í meðferð lita, til dæmis einfalda blöndun lita. Einnig eiga þeir að kynnast hugtakinu áferð.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt karton, A4
Grillpinni
(í þykkari kantinum)
Skapalón
að laufblöðum
Blýantur
Skæri
Litir
Græn akrýlmálning
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Fyrst fá nemendur í hendur þykkasta grillpinnann sem völ er á og mála hann í grænum lit.
Síðan strika nemendur eftir annarri hönd sinni á hvítt karton af stærðinni A4. Því næst strika nemendur út tvö laufblöð eftir skapalóni á kartonið. Svo er höndin lituð á sem litríkastan hátt og þar á eftir laufblöðin tvö.
Þegar grillpinninn er þornaður eru bæði höndin og laufblöðin klippt út og þau límd á grillpinnann. Næst er svo bara setja blómin í fínan vasa.