top of page
​Áætlun

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Mismunandi efnisval

Markmið

Þetta verkefni á að stuðla að því að nemendur geti notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt við eigin sköpun. Einnig því að þeir geti beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum við hana.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A3

Blýantur

Vasaljós

Garn
af ýmsu tagi

Lím

​Tilfallandi hlutir,
flatir að lögun

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Hvítt blað af stærðinni A3 er límt upp á vegg og nemandinn látinn standa þar fyrir framan og með blaðið á aðra hlið. Vasaljósi er svo beint að vanga nemandans og skuggi af höfðinu látinn falla á blaðið. Því næst er tekinn blýantur og útlínur á höfði, hálsi og hári teiknaðar með einfaldri lóinu á blaðið. Nemendur eiga svo að fylla upp í vangamyndina með garni og fleiri hlutum sem þeir líma á blaðið. Myndefnið má líka klippa út til að koma því fyrir á vegg eða lituðum grunni.

                              

                                    Betri vanginn

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page