top of page
Áætlun
 

Aldur: 7. bekk

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Myndverk

Hæfniviðmið

Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og annara í virku samtali við aðra nemendur, ásamt því að geta notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Tölva

Prentari

Ljósritunarvél
ef þarf að stækka
stafinn upp

Harður pappi

Blýantur

Skæri

Lítill dúkahnífur
eða föndurhnífur

Gott límband,
má vera málningar-
límband

Málning

eða

tímaritsblöð
eða
annað efni
til skreytingar

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Það er oft gaman að gera eitthvað sem er svolítið í tísku hverju sinni eins og á við í þessu tilfelli. Undanfarið hefur verið vinsælt að hafa orð eða stafi uppi í hillu hjá sér, orð eins og HEIMA eða HOME, ÁST eða LOVE og fleira af því tagi. Í þessu verkefni fá nemendur að búa sjálfir til sinn staf eða einhvern annan staf, ef þeir kjósa það frekar.

Fyrst er að velja sér staf, skrifa hann með einföldu letri í tölvu og prenta hann út eins stóran og við viljum hafa hann. Því næst þurfum við að klippa stafinn út úr prentaða blaðinu og færa hann yfir á hart pappaspjald þar sem skera þarf út tvö eintök af honum með litlum dúkahníf eða litlum föndurhníf. Að því loknu er komið að stærðfræðinni.

                              

                                Stafaprýði

 

 

Við erum komin með tvo einfalda stafi sem við höfum skorið út og þá liggur næst fyrir að ákvarða þykktina á stafnum sem ætlunin er að byggja. Um 5-7 sm er við hæfi. Þá þurfum við mæla fyrir því og skera út eins og sjá má á myndum 6 og 7.

Þessu næst þurfum við að leggja alla partana saman og festa þá vel saman með góðu límbandi. Sumir myndu þekja stafinn með maskínupappír en það er val hvers og eins.  Þegar þessu ferli er lokið má skreyta stafinn af vild með því að þekja hann með tímaritsmyndum eða mála hann með lit eða litum að eigin vali.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page