top of page
Áætlun
 

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Mismunandi efnisval

Markmið

Vinna að þessu verkefni er þáttur í því að kynnast mismunandi efni og geta notað ýmsan efnivið, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun. Einnig eiga nemendur að geta beitt hugtökum og heitum sem tengjast þeim aðferðum sem beitt er hverju sinni.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Góður leir
sem ekki þarf að brenna

 

Trépinni


Akrýlmálning
í ýmsum litum

​Lítil skál eða ílát

Smjörpappír

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur fá í hendur leirklump sem er búið að mæla sérstaklega út fyrir þá, ámóta mikið á hvern nemanda. Því næst hnoða nemendur leirinn niður og slétta þannig að hann rúmi eina hönd og verði um 5 mm að þykkt.  Svo leggur nemandinn aðra hönd sína á leirplattann og strikar eftir útlínum hennar með viðarpinna.

                              

                                    Af fingrum fram

 

 

Að þessu loknu er leirinn utan við útlínur handarinnar skorinn í burtu og honum safnað saman til síðari nota. Nemendur taka þvi næst höndina upp og leggja í litla skál með smjörpappír og útbúa með trépinnanum mynstur í leirinn eins og sjá má að myndunum hér fyrir neðan en haga mynstrinu eftir eigin höfði. Leirinn er svo látinn þorna í skálinni og verður fyrir vikið eins og uppbrett handarskál. Að lokum erskálin máluð að vild.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page