top of page

Áætlun
Aldur: 8.-10. bekkur
Tími: Um 2 x 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Hæfniviðmið
Nemendur eiga að geta skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta. Einnig að geta greint tækni og beitt fjölbreyttum aðferðum.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Tímarit, tísku- eða heilsutímarit væru tilvalin.
Hvítt blað, A3 eða A4
Lím
Teikniblýantar
Strokleður
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur leita í tímaritum að eftirfarandi hlutum, klippa þá út og líma þá vinstra megin á hvitt blað:
Tvö mismunandi augu,
tvö mismunandi nef
og tvo mismunandi munna.
Þessu næst eiga nemendur að reyna að beita sinni tækni og æfingu i teikningu við að teikna þessi form upp eftir fyrirmyndunum hægra megin á blaðið.
Andlitsdrættir
bottom of page