
Áætlun
Aldur: 7. bekkur
Tími: Um 45-60 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Hæfniviðmið
Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefnum þeirra og greint og fjallað um áhrif myndmáls á umhverfi og samfélag.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt blað, A3
Svart blað, A4
Skapalón
um 10 sm x 10 sm
að stærð
Skæri
Lím
Svört málning
Hvítur penni
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í þessu verkefni fá nemendur að kynnast hugtökunum neikvætt og jákvætt rými við uppbyggingu á myndverki.
Nemendur fá í hendur hvítt blað af stærðinni A# og svart blað af stærðinni A4. Nemendur koma svarta blaðinu fyrir á því hvíta þannig að helmingur myndflatarins sýnist svartur og hinn helmingurinn hvítur.
Nemendur fá því næst ferhyrnt skapalón sem er um 10 sm x 10 sm að stærð og strika eftir því á svarta blaðið fyrir miðri mynd og klippa út svarta hlutann sem þannig myndast og koma honum fyrir fyrir handan miðju á hvíta hluta blaðsins eins og sést á myndinni hér að ofan.
Svörtu blaðhlutarnir eru svo límdir kyrfilega á sinn stað. Á hvíta flötinn teikna nemendur vasa eftir eigin höfði og mála hann svartan. Svo fá þeir hvítan penna teikna og lita hvít blóm á svarta blaðhlutann sem klipptur var út.