
Málin ofin
Áætlun
Aldur: : 5. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Mismunandi efnisval
Markmið
Hægt er notast við ýmsan efnivið í listsköpun, í þessu tilfelli garn. Nemendur eiga með þessu verkefni að geta byggt að einhverju marki á eigin listsköpun og fengist við hugmyndavinnu sem tengist ímyndun, rannsóknum og reynslu. Jafnframt eiga þeir að ígrunda margvíslegan tilgang myndlistar og hönnunar.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Plastglas,
um 1/2 lítri
Reglustika
Penni eða blýantur
Garn
í ýmsum litum
Skæri
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Flestir nemendur hafa einhvern tíma fengið að vefa á vefspjaldi í skólanum. Þetta verkefni færir það verkefni á aðeins hærra plan þar sem afurðin verður þrívíð. Nemendur fá nokkuð veglegt plastglas í hendur og eiga að mæla út og klippa niður eftir glasinu 11 ámóta langa og breiða arma allan hringinn. Ekki má þó klippa alla leið niður að botni því þá verður glasið óstöðugt og viðkvæmt. Gæta þarf þess að skilja eftir um 1 og 1/2 sm óskerta niður við botninn. Hver armur er svo sveigður út og niður. Eftir það er hægt að vefa garn inn og út á milli armana, byrja neðst og vefa alla leið upp. Botninn utanverðan og barmana má mögulega skreyta með ýmsu móti líkt og sést á mynd hér til hliðar.

Heimildir: