

8.-10. bekkur
Sjónlistir - Hæfniviðmið
Við lok 10. bekkjar getur nemandi:
-
valið á milli mismunandi aðferða við sköpun, prófað sig áfram
og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla,
-
greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni,
-
tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu
og gagnrýni á samfélagið,
-
sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki, sem felur
meðal annars í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal,
-
skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta,
-
notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sýnar á myndlist og hönnun
og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati,
-
gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra,
bæði einn og í samvinnu,
-
greint, borið saman og lýst ýmsum stílum og stefnum í myndlist og hönnun,
bæði á Íslandi og erlendis og tengt það við þá menningu sem hann er sprottin úr,
-
greint hvernig samtímalist fæst við álitamál daglegs lífs
með fjölbreyttum nálgunum sem oft fela í sér samþættingu listgreina,
-
túlkað listaverk og hönnun með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi,
samtímann, siðfræði og fagurfræði,
-
gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar
og sett hann í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi,
-
greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismat.
Sjá Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011 Greinasvið 2013.