top of page
Áætlun
 

Aldur: 2. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Þróun frá hugmynd að myndverki

Markmið

​Í þessu verkefni eru hæfniviðmiðin þau að nemendur geti útskýrt og sýnt vinnuferlið og þróun frá hugmynd að myndverki, ásamt því að nota hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefnisins. Nemendur eiga að geta fjallað um verkið sitt og verk annarra í hópnum.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Pappadiskur

Kartonpappír,
ýmsir litir

Akrýllitir,
blár og brúnn

Pappírskurl

Strá og litlar greinar

Blýantur

Pensill

Litapalletta

Skæri

​Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Fyrir þetta verkefni er tilvalið að fara með hópinn út í göngutúr og spjalla um fugla sem sjást í nágrenninu og skapa þannig umræður í hópnum og jafnvel tína nokkur strá og hluti sem væri hægt að nota í hreiðurgerð fuglsins eins og sést á myndinni hér að ofan.

Nemendur fá pappadisk í hendur og tvo akrýlliti, brúnan og bláan. Þeir mála hálfan diskinn bláan og hinn helminginn brúnan. Á meðan að málningin er að þorna er tilvalið að hreinsa pensla og litapallettu og stilla þeim upp til þerris. 

 

Næst teikna nemendur sinn eigin fugl á kartonpappír í lit  sem þeir fá að velja. Eins og myndin sýnir má nota jafnvel fleiri liti og hluti til skreytingar. Nemendur klippa fuglinn út og líma á bláa hluta disksins ásamt pappírskurli og öðru tilfallandi til að mynda hreiður á brúna hluta disksins.

                              

                      Vorboðinn ljúfi

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page