top of page
​Áætlun

Aldur: 3. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Myndverk

Markmið

Þetta verkefni á að hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað, A3 

Sirkill (hringfari)

Blýantur

Vaxlitir

Klessulitir

Svartur túss

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Þetta verkefni er tilvalið aukaverkefni. Nemendur fá í hendur hvítt A3-blað ásamt sirkli eða hringfara öðru nafni.

Nemendur eiga að útbúa og gera að minnsta kosti 10 hringi í mismunandi stærð og nota blaðið vel. Allir hringirnir þurfa á snertast á einn eða annað hátt og um leið verða til ýmiss konar fletir á blaðinu. Þegar þessu er lokið eiga nemendur að lita hvern flöt fyrir sig og gæta þess að sami litur verði aldrei hlið við hlið á myndinni.

Nemendur strika svo í hringina með svörtun tússlit.

                              

                                   

                                   Hringavitleysan

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page